Íþróttir

Ólafur til Þýskalands
Mánudagur 18. ágúst 2008 kl. 10:36

Ólafur til Þýskalands

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er á leið til Þýskalands og gengur þar til liðs við Eisbenären Bremerhaven og mun leika með unglingaliði félagsins. Frá þessu greinir Karfan.is.

Ólafur hefur ekki fengið mörg tækifæri með liði Grindavíkur en margir nýjir leikmenn eru komnir til Grindavíkur og því hefði Ólafur líklega ekki fengið mörg tækifæri með uppeldisliðinu á komandi tímabili.

Hann lék 19 deildarleiki með Grindvíkingum á síðasta tímabili og skoraði 0,5 stig að meðaltali. Hann gerði hins vegar garðinn frægan á síðasta tímabili þegar hann vann hina árlegu troðslukeppni KKÍ með glæsibrag.



VF-MYND/Þorgils: Ólafur Ólafsson fer til Þýskalands og mun stunda þar nám og æfa körfubolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024