Óli Stefán ákveður sig um næstu helgi
Óli Stefán Flóventsson, leikmaður Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann myndi taka ákvörðun um framtíð sína í boltanum á ferðalagi sínu erlendis um næstu helgi, en samningur Óla Stefáns við Suðurnesjaliðið rennur út um áramót.
„Ég er með þrjú tilboð í höndunum sem ég er að fara yfir og eitt af þeim tilboðum er frá Grindavík, en hin tvö eru frá liðum á höfuðborgarsvæðinu sem leika í Landsbankadeildinni.," sagði Óli Stefán og kvað ákvörðunina ekki vera auðvelda.
„Grindavík er náttúrlega mitt lið og það er stór ákvörðun hvort ég eigi að ljúka ferlinum með Grindavík eða prófa eitthvað nýtt, en eins og margoft hefur komið fram er það keyrslan á milli Grafarvogs, þar sem ég er búsettur, og Grindavíkur sem er að pirra mig."
Frétt úr Fréttablaðinu, www.visir.is