Öruggt hjá Grindavík í fyrsta leik
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur hjá Grindavík með 28 stig þegar Grindvíkingar lögðu ÍR-inga í fyrsta leik þeirra í einvíginu í 8 liða úrslitum Iceland Express-deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Páll tók einnig tíu fráköst í leiknum. Lokastaðan í leiknum var 112 stig gegn 78 ÍR-inga.
Brenton Birmingham og Nick Bradford skoruðu sín 16 stigin hvor. Sveinbjörn Claesen gerði 20 stig fyrir ÍR og Hreggviður Magnússon var með 19 stig.
Liðin munu mætast öðru sinni á morgun, mánudag.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson