Reynir tekur á móti Magna
Reynismenn taka á móti Magna í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.
Leikurinn er hluti af 3. umferð Íslandsmótsins. Reynismenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 3 stig og geta náð Magna að stigum með sigri en Magni er í 2. sæti deildarinnar fyrir leik.
Flautað verður til leiks kl. 16 og er aðgangur ókeypis í tilefni af 80 ára afmæli Reynis.