Laugardagur 24. maí 2003 kl. 00:34
Sigur hjá Keflavík

Keflvíkingar sigruðu Breiðablik 2-0 í 2. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Kópavogsvelli. Magnús Þorsteinsson skoraði bæði mörk gestanna og hefur hann því gert þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Keflavík var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigraði verðskuldað.Með sigrinu tylltu Keflvíkingar sér á topp deildarinnar með 6 stig.