Íþróttir

Sigur hjá Loga og Vikings
Miðvikudagur 26. október 2011 kl. 09:35

Sigur hjá Loga og Vikings

Logi Gunnarsson og félagar hans í Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta unnu 84-71 sigur á liði Stockholm 08. Logi skoraði 16 stig í leiknum, tók 3 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Víkingarnir eru sem stendur í næstneðsta sæti með 4 stig eftir 6 leiki.