Föstudagur 11. nóvember 2005 kl. 10:09
Sigurður í bann

Þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Hann mun því ekki stjórna Keflavíkurliðinu gegn Haukum n.k. sunnudag þegar Hafnarfjarðarliðið mætir í heimsókn í Sláturhúsið.
Var Sigurður dæmdur í bann vegna óprúðmannlegar framkomu eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í Powerade bikarnum.