Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Silfur hjá Helga á NM
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 16:55

Silfur hjá Helga á NM

Helgi Rafn Guðmundsson nældi sér í silfurverðlaun um síðustu helgi á Norðurlandamótinu í Tae Kwon Do. Hann varð að sætta sig við ósigur í úrslitarimmunni gegn Hafnfirðingnum Birni Þorleifssyni sem vann sinn fimmta Norðurlandameistaratitil um helgina.

 

Mótið fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem um 300 keppendur tóku þátt í mótinu. Ellefu keppendur fór frá Íslandi og segir Helgi að hann hafi æft af kappi fyrir mótið og hafi verið í fínu formi. ,,Fyrsti bardaginn minn var við sænskan landsliðsmann, ég fékk þar þungt högg á læri sem háði mér restina af mótinu,” sagði Helgi sem lagði Svíann 12-11. Annar bardagi Helga í mótinu var gegn finnskum keppanda sem virtist ætla leggja Helga að velli í stöðunni 6-2. Helgi kom þó sterkur til baka og hafði sigur 11-9.

 

Björn Þorleifsson, úr Björkunum í Hafnarfirði, átti sömuleiðis góðu gengi að fagna í mótinu og mættust þeir Helgi í úrslitabardaganaum. Björn hafði sigur úr býtum og var krýndur Norðurlandameistari í 5. sinn en Helgi náði silfrinu og var sáttur við sitt. ,,Ég er nokkuð ánægður með frammistöðuna,” sagði Helgi sem segir að bráðum líði að því að hann leggji Björn að velli sem varpað hefur stórum skugga í Taekwondoíþróttinni á Íslandi um árabil.

 

[email protected]

SSS
SSS