Íþróttir

Skotið á 75 dúfur
Föstudagur 11. maí 2012 kl. 14:39

Skotið á 75 dúfur



Skotdeild Keflavíkur stóð fyrir móti í leirdúfuskotfimi (skeet) síðastliðinn miðvikudaginn, þann 9. maí; VÍS-SKEET mótinu. Mótið var myndarlega styrkt af VÍS og veitt voru vegleg verðlaun í þeim tveimur flokkum sem keppt var í. Góð þátttaka var í mótinu en starf deildarinnar er í miklum blóma.

Skotið var á 75 dúfur eða þrír hringir í tveimur hópum. Úrslitin voru eftirfarandi:

Lengra komnir: 1. sæti Bjarni Sigurðsson, 2. sæti Theodór Kjartansson og 3. sæti Árni Pálsson.

Byrjendur: 1. sæti Þröstur Sigmundsson, 2. sæti Börkur Þórðarson og 3. sæti Ingi Þór Reynisson.


Næsta innanfélagsmót deildarinnar verður haldið 2. júní nk. og verða þá skotnar 125 leirdúfur.