Sparisjóðsmótið í BOCCIA

Í flokki 11 til 16 ára sigraði Konráð Ragnarsson, öðru sæti náði Vilhjálmur Jónsson og þriðja sæti Bryndís Brynjólfsdóttir. Í flokki 17 til 23 ára sigraði Þorbjörg Guðmundsdóttir. í öðru sæti var Arnar Már Ingibjörnsson og þriðja sæti náði Sigurður Benediktsson.
Í flokki 24 ára og eldri sigraði Sigrún Benediktsdóttir, í öðru sæti endaði Helga Marín Kristjánsdóttir og Lára Ingimundardóttir náði þriðja sæti.
Þetta mót er orðið eitt af aðal mótum hjá félaginu og tóku foreldrar hjá NES mikinn þátt í því með að aðstoða við dómgæslu og að rita niður stigin. Ásamt þeim voru þjálfarar og stjórn NES að störfum á þessu móti.
Þess má geta að Sparisjóðurinn í Keflavík gaf öll verðlaun á þessu móti og fengu allir þeir er enduði í fyrsta sæti eignarbikar ásamt verðlaunapeningi. Einnig fengu allir keppendur þátttökupening á mótinu. Við óskum öllum til hamingju með þátttökuna í mótinu og er aðal mottóið hjá okkur að vera með. Einnig þökkum við Sparisjóðnum í Keflavík fyrir þeirra framlag.