Íþróttir

Fimmtudagur 10. júní 1999 kl. 21:15

SPORT Á NETINU

www.keflavik.is /knattspyrna Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur opnað heimasíðu að nýju eftir talsverða tæknilega örðugleika. Á síðunni verða birt úrslit í leikjum Keflvíkinga auk þess sem hægt verður að fylgjast með nýjustu fréttum. Steinbjörn Logason og Snorri Birgisson eru umsjónarmenn síðunnar og taka við upplýsingum og athugasemdum í síma 421-5388 og á tölvupóstfangið [email protected].