Stefán Gísla fer ekki
Stefán Gíslason, knattspyrnumaður úr Keflavík, mun ekki ganga til liðs við sænska liðið Hacken.
Stefán fór út til reynslu hjá liðinu en Hacken-menn höfðu aðrar hugmyndir um kaupverð en Keflvíkingar.
Þá er ljóst að sænski leikmaðurinn sem var væntanlegur til æfinga með liðnu mun ekki koma, en á heimsíðu Keflvíkur kemur fram að það hafi ekki verið mikið áfall.