Steph Curry er í uppáhaldi
Körfuboltasnillingur vikunnar
Njarðvíkingurinn Lovísa Bylgja Sverrisdóttir er körfuboltasnillingur Víkurfrétta þessa vikuna. Lovísa stefnir hátt og ætlar sér í fremstu röð á Íslandi. Hún æfir mikið og finnst engin æfing vera leiðinleg.
Aldur og félag: 11 ára - Njarðvík.
Hvað æfir þú oft í viku? 8 sinnum í viku og metabolic.
Hvaða stöðu spilar þú? Dripplari.
Hver eru markmið þín í körfubolta? Að vera ein af bestu á íslandi og komast í landsliðið.
Skemmtilegasta æfingin? Að spila á æfingu og líka einn á einn.
Leiðilegasta æfingin? Það er engin æfing sérstaklega leiðinleg, allar skemmtilegar.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Ægir Steinarsson sem er að spila á Spáni.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Steph Curry.
Lið í NBA? Golden State Warriors.
Steph Curry í fyrrum háskóla sínum þar sem Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson leikur núna.