Stórleikur í Vogum

UMFN B er á toppi A-riðils í 2. deild og hafa unnið alla sex leiki sína en Þróttur hefur unnið fimm leiki og tapað einum. Lið UMFN B er skipað ungum leikmönnum sem eru farnir að banka á dyrnar hjá meistaraflokk ásamt tveimur reynsluboltum, þeim Örvari Kristjánssyni og Ásgeiri Guðbjartssyni. Þróttur Vogum hefur sankað að sér leikmönnum af Suðurnesjum en flestir eru leikmenn sem komu upp yngri flokkana í Njarðvík og svo nokkrir úr Keflavík.
Það má því eiga von á góðum leik í 2. deildinni í kvöld kl. 19:00 þegar Þróttar bjóða UMFN B velkomna á Vatnsleysuströnd.