Stórsigur í fyrsta leiknum
Njarðvíkingar unnu Tindastól 89-65 í fyrsta leik úrslitanna í Njarðvík í dag í leik þar sem forystan var ávallt þeirra. Brenton Birmingham gaf tóninn í fyrsta leikhluta og fór oft illa með Adonis Pomones leikstjórnanda Sauðkrækinga, bæði með gegnumbrotum og þriggja stiga skotum. Náðu Njarðvíkingar meira en tuttugu stiga forystu um tíma í fyrri hálfleik og var áðurnefndur Brenton kominn með 20 stig þegar hann fékk hvíldina þegar um 6 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Valur Ingimundarson hefur lesið leikmönnum sínum vel pistilinn í hálfleik því þeir bættu leik sinn verulega í þriðja leikhluta, þéttu varnarleikinn, auk þess sem Shawn Myers hrökk í gang og var piltur óstöðvandi um tíma. Náðu þeir að minnka muninn í 4 stig en Njarðvíkingar náðu að auka bilið aftur fyrir lok þriðja leikhluta sem endaði 64 - 53. Fyrri hluta fjórða leikhluta einkenndist af mikilli baráttu í vörn og sókn en Sauðkrækingar náðu ekki að minnka muninn frekar og þegar Teitur Örlygsson hrökk í gang sóknarmegin fór allt loft úr gestunum, Njarðvíkingar gengu á lagið og munurinn á liðunum fór aftur yfir tuttugu stigin og setti Halldór Karlsson punktinn fyrir ofan I-ið með þriggja stiga skoti úr síðustu sókn heimamanna.
Njarðvíkingar geta brosað í kampinn, fyrsti leikurinn og sá hættulegasti er frá með sóma og einn frír á þriðjudag. Þeir Brenton Birmingham og Jes Hansen hófu þennan leik af miklum krafti en nokkuð dró af þeim í seinni hálfleik en þá hrökk Teitur í gang og tryggði sigurinn. Brenton skoraði 26 stig (18/12), tók 4 fráköst, átti 6 stoðsendingar og varði 3 skot en hann var besti leikmaður vallarins og tilfinningin sú, í fyrri hálfleik, að hann gæti skorað þegar hann vildi. Jes Hansen, eða Hanseninn eins og hann er kallaður, hefur verið í stöðugri framför frá áramótum og á mikið hrós skilið fyrir leik sinn. Hann skoraði 22 stig, tók 9 fráköst. Teitur Örlygsson sýndi enn einu sinni fram á mikilvægi sitt, sérstaklega þegar mest liggur við. Hann skilaði 5 þriggja stiga körfun (5/9), 21 stigi samtals og fjórum fráköstum. Logi Gunnarsson, fann ekki fjölina sína, ef svo mætti segja en skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og stal knettinum fjórum sinnum. Þeir Friðrik Stefánsson og Halldór Karlsson lentu í erfiðleikum með að skora á Andropov en stóðu pliktina ágætlega varnarmegin. Friðrik þjálfari Ragnarsson átti ekki upp á pallborðið hjá dómurum leiksins frekar en fyrri daginn í þessari úrslitakeppni.
Gestirnir frá Sauðarkróki áttu við sama drauginn í þessum leik og einkenndi 5 leik þeirra gegn Keflavík, hittni annars ágætra þriggja stiga skyttna liðsins var með afbrigðum léleg, hrein hörmung tölulega séð eða 16-0. Það sem kom þeim inn í leikinn var ágætur leikur rússans Andropovs sem skoraði góðar körfur og varðist Friðriki Stefánssyni mjög vel. Shawn Myers (23 stig, 15 fráköst) er varla hægt að deila á en hann týndist þó á köflum, nokkuð sem hefur einkennt hann á útivelli í úrslitakeppninni. Bakverðirnir Lárus Dagur, Kristinn, Ómar, Friðrik og Pomonis leika varnarleikinn vel en þurfa að styðja betur við stóru mennina með því að setja niður eitt og eitt langskot. Svavar lék ágætlega en hlutverk hans hefur minnkað í beinu hlutfalli við bættan leik Andropovs. Gæti hann endað sem bakvörður fari þristarnir ekki að detta hjá hinum eiginlegu bakvörðum liðsins. Lið Vals Ingimundarsonar er að leika í fyrsta sinn til úrslita og aðeins Kristinn Friðriksson kannast við þá tilfinningu auk Vals sjálfs og vissulega eldskírn að spila undir þessum kringumstæðum. Nú er pressan komin á þá að halda hreinu á heimavelli en til þess þurfa þeir að finna einhverja ógn utan af velli.
Hvíldin ekki bölvaldur
Njarðvíkingar geta brosað í kampinn, fyrsti leikurinn og sá hættulegasti er frá með sóma og einn frír á þriðjudag. Þeir Brenton Birmingham og Jes Hansen hófu þennan leik af miklum krafti en nokkuð dró af þeim í seinni hálfleik en þá hrökk Teitur í gang og tryggði sigurinn. Brenton skoraði 26 stig (18/12), tók 4 fráköst, átti 6 stoðsendingar og varði 3 skot en hann var besti leikmaður vallarins og tilfinningin sú, í fyrri hálfleik, að hann gæti skorað þegar hann vildi. Jes Hansen, eða Hanseninn eins og hann er kallaður, hefur verið í stöðugri framför frá áramótum og á mikið hrós skilið fyrir leik sinn. Hann skoraði 22 stig, tók 9 fráköst. Teitur Örlygsson sýndi enn einu sinni fram á mikilvægi sitt, sérstaklega þegar mest liggur við. Hann skilaði 5 þriggja stiga körfun (5/9), 21 stigi samtals og fjórum fráköstum. Logi Gunnarsson, fann ekki fjölina sína, ef svo mætti segja en skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og stal knettinum fjórum sinnum. Þeir Friðrik Stefánsson og Halldór Karlsson lentu í erfiðleikum með að skora á Andropov en stóðu pliktina ágætlega varnarmegin. Friðrik þjálfari Ragnarsson átti ekki upp á pallborðið hjá dómurum leiksins frekar en fyrri daginn í þessari úrslitakeppni.
Eldskírnin frá
Gestirnir frá Sauðarkróki áttu við sama drauginn í þessum leik og einkenndi 5 leik þeirra gegn Keflavík, hittni annars ágætra þriggja stiga skyttna liðsins var með afbrigðum léleg, hrein hörmung tölulega séð eða 16-0. Það sem kom þeim inn í leikinn var ágætur leikur rússans Andropovs sem skoraði góðar körfur og varðist Friðriki Stefánssyni mjög vel. Shawn Myers (23 stig, 15 fráköst) er varla hægt að deila á en hann týndist þó á köflum, nokkuð sem hefur einkennt hann á útivelli í úrslitakeppninni. Bakverðirnir Lárus Dagur, Kristinn, Ómar, Friðrik og Pomonis leika varnarleikinn vel en þurfa að styðja betur við stóru mennina með því að setja niður eitt og eitt langskot. Svavar lék ágætlega en hlutverk hans hefur minnkað í beinu hlutfalli við bættan leik Andropovs. Gæti hann endað sem bakvörður fari þristarnir ekki að detta hjá hinum eiginlegu bakvörðum liðsins. Lið Vals Ingimundarsonar er að leika í fyrsta sinn til úrslita og aðeins Kristinn Friðriksson kannast við þá tilfinningu auk Vals sjálfs og vissulega eldskírn að spila undir þessum kringumstæðum. Nú er pressan komin á þá að halda hreinu á heimavelli en til þess þurfa þeir að finna einhverja ógn utan af velli.