Íþróttir

Suðurnesjastúlkur nær einráðar í landsliði
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 16:14

Suðurnesjastúlkur nær einráðar í landsliði

Sjö körfuknattleiksstúlkur úr Reykjanesbæ eru meðal 12 leikmanna sem Henning Henningsson þjálfari stúlknalandsliðsins hefur valið fyrir Evrópukeppnina sem fer fram í Rakvere í Eistlandi. Liðið mun leika átta leiki í ferðinni.

Mótherjar Íslands í keppninni, sem er B-deild Evrópukeppninnar, eru Holland, Eistland, Litháen, Finnland, Lettland, Írland, England og Svíþjóð. Fyrsti leikur liðsins er gegn Hollandi 30. júlí og sá síðasti 8. ágúst gegn Svíþjóð.

Íslenska liðið er sem kunnugt er Norðurlandameistari eftir sigur á Svíþjóð í úrslitaleik, en mótið fór fram í maí sl. Ísland vann 1 stigs sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum, en hafði áður tapað með 10 stigum í riðlinum. Ísland sigraði Finnland með 11 stiga mun.

Tólf manna lið Hennings og aðstoðarþjálfara hans, Jóns Halldórs Eðvaldssonar er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Helena Sverrisdóttir, Haukar
Bára Bragadóttir, Keflavík
Sara Dögg Ólafsdóttir, Haukar
Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, Keflavík
Ingibjörg Skúladóttir, UMFH
Ingibjörg Vilbergsdóttir, UMFN
Bára Fanney Hálfdanardóttir, Haukar
Hrönn Þorgrímsdóttir, Keflavík
Ragnheiður Theodórsdóttir, Keflavík
Helga Einarsdóttir, Tindastóll
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
María Ben Erlingsdóttir, Keflavík

Mynd og texti af vef KKÍ