Heklan
Heklan

Íþróttir

Svört belti og æfingabúðir á Ásbrú
Þriðjudagur 8. maí 2012 kl. 09:12

Svört belti og æfingabúðir á Ásbrú



Þann 12. maí mun master Paul Voigt, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar koma til landsins og halda svartbeltispróf fyrir 5 iðkendur Keflavíkur. Auk þess verða haldnar opnar æfingabúðir á sama tíma yfir helgina 11-13 maí. Á æfingabúðunum verða einnig landsliðsþjálfararnir Hulda Rún Jónsdóttir og Meisam Rafei að kenna æfingar.

Próftakar er
Ástrós Brynjarsdóttir
Karel Bergmann Gunnarsson
Svanur Þór Mikaelsson
Sverrir Örvar Elefsen
Þröstur Ingi Smárason

Þau eru á aldrinum 12-14 ára og hafa öll æft taekwondo um árabil og náð frábærum árangri í íþróttinni. Þau hafa æft sérstaklega fyrir þetta próf í rúmt ár og eru nú í sínu besta formi. Prófið verður haldið í íþróttahúsinu á Ásbrú laugardaginn 12. maí kl 10.

Mynd: Krakkarnir ásamt Helga Rafni Guðmundssyni þjálfara sínum.