Teitur: Njarðvík átti skilið að vinna
Þeir voru misjafnlega ánægðir Elvar Már Friðriksson leikmaður Njarðvíkinga og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnumanna eftir rimmu liðanna í Ásgarði í gær. Njarðvíkingar höfðu sigur í leiknum og Teitur hrósaði Njarðvíkingum í hástert í viðtali við Karfan.is. Elvar var afar sáttur með dýrmæt stig og sagði liðið vera að taka skref í átt að sæti í úrslitakeppni. Viðtöl við þá Elvar og Teit má sjá hér að neðan.