Íþróttir

Þetta er íþróttafólk Keflavíkur 2013
Þriðjudagur 31. desember 2013 kl. 14:45

Þetta er íþróttafólk Keflavíkur 2013

Íþróttakarl og íþróttakona Keflavíkur voru útnefnd í hófi í félagsheimili Keflavíkur í gærkvöldi. Hér að neðan eru þau sem hlutu viðurkenningu Keflavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem bæði kyn eru verðlaunuð í hverri grein. Fimleikadeildin útnefndi þó bara konu og blakdeildin bara karl.

 

Viðreisn
Viðreisn

Darrel Keith Lewis - körfuknattleikskarl Keflavíkur 2013

Valinn besti leikmaður Keflavíkur á lokahófi KKDK.
Valinn besti varnarmaður karlaliðs Keflavíkur á lokahófi KKDK.
Var valinn í úrvalslið Dominos deildar karla í fyrri hluta deildarinnar.

Þrátt fyrir að vera 37 ára gamall var Darrel Lewis einn af máttarstólpum í einu besta körfuboltaliði landsins. Darrel skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Keflavíkiurliðið lenti í 5. sæti í Dominos deildinni, þar sem liðið féll út í þriggja leikja seríu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Liðið féll út í spennandi leik gegn Grindavík í fjögurra liða úrlsitum Powerade bikarsins. Darrel Lewis er fyrirmyndar íþróttamaður og er góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn félagsins og er aðdáunarvert að sjá hversu góðu formi hann er í þrátt fyrir háan íþróttaaldur.




Sara Rún Hinriksdóttir - körfuknattleikskona Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari í meistaraflokki.
Íslandsmeistari í unglingaflokki.
Íslandsmeistari í stúlknaflokki.

Besti ungi leikmaðurinn í Domino´s deild kvenna tímabilið 2012-2013.
Í liði fyrri- og seinni umferðar Domino´s deildar kvenna tímabiliði 2012-2013.

Landsliðsþátttaka á árinu A-landslið kvk á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg þar sem liðið varð í 2. sæti og U18 kvk Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð þar sem liðið varð í 2. sæti.

Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára var Sara Rún máttarstólpi í besta körfuboltaliði landsins en Keflavíkurstúlkur unnu alla titla sem í boði voru þetta tímabilið. Sara var með um 15 stig, 8,5 fráköst og 2 stolna bolta að meðaltali í leik í Domino´s deild og bikar auk þess að leiða ufl. og stúlknafl. til þeirra titla sem í boði voru en til gamans má geta þess að Sara Rún hefur aldrei tapað leik í sínum aldursflokki. Sara Rún er fyrirmynd annarra stúlkna hjá félaginu enda gríðarlega metnaðarfull og þrátt fyrir að sigurviljinn sé mikill er gleðin aldrei langt undan hjá þessari ungu stjörnu.




Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir - knattspyrnukona Keflavíkur 2013

Besti leikmaður mfl kvenna árið 2013.

Heiðrún er góður félagsmaður og fyrirmynd ungra stúlkna. Hún var fyrirliði meistaraflokks kvenna í sumar. Hún hefur fengið fjöldann allan af viðurkenningum í gegnum tíðina. Árið 2008 leikmaður ársins í 4 flokk kvenna. Árið 2009 aftur leikmaður ársins í 4 flokk kvenna. Árið 2010 besti miðjumaður yngri flokka kvenna. Árið 2011 besti leikmaður 2 flokks og 3 flokks og var valinn besti leikmaður yngri flokka kvenna, ásamt því að vera valinn efnilegasti leikmaður mfl kvenna. Árið 2012 besti leikmaður 2 flokks kvenna og svo núna árið 2013 var hún valinn besti leikmaður mfl kvenna.




Hörður Sveinsson - knattspyrnumaður Keflavíkur 2013

Besti leikmaður mfl karla 2013.
Markahæsti leikmaður mfl karla með 9 mörk í Pepsideild 2013.

Hörður hefur spilað 129 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað í þeim leikjum 42 mörk. Hann spilaði á sínum tíma 3 leiki með U-19 ára landsliði Íslands og hann á 10 leiki með U-21 árs liðinu þar sem hann skoraði 3 mörk. Hörður spilað í Danmörku með Silkeborg árið 2006 til 2008 en þá kom hann aftur til Keflavíkur. Hann söðlaði um árið 2011 og lék með Valsmönnum í tæp tvö tímabil áður en hann kom síðan aftur til Keflavíkur haustið 2012. Hörður var markahæsti leikmaður okkar í sumar með 9 mörk hann var einnig valinn besti leikmaður meistaraflokks karla.



Sóley Þrastardóttir - skotkona Keflavíkur 2013

1. sæti í unglingaflokki K. Steinarsson Ljósanæturmótið 29.08.2013.
1. sæti unglingaflokkur í Innanfélagsmót í leirdúfuskotfimi á Zedrus móti 25. ágúst.
3. sæti í 22 cal Bench rest móti 28 desember.

Sóley hefur verið mjög dugleg að mæta á leirdúfuæfingar undir leiðsögn okkar manna í sumar þrátt fyrir slæma tíð. Því sumarið byrjaði nánast ekki hjá okkur í leirdúfuskotfiminni þetta árið og er greinin nokkuð háð verðri og vindum. Við vonum að hún haldi áfram að iðka þessar greinar þar sem hún er klárlega efnileg, og ekki bara sem unglingur í leirdúfuskotfimi heldur á hún fullt erindi inn í greinina til að keppa í kvennaflokki. Og einnig í riffilkeppnum af öllu tagi og vonandi í fleiri greinum í framtíðinni. Mikið efni á ferðinni sem er að standa sig vel á öðrum sviðum en bara í skotíþróttinni.



Theodór Kjartansson - skotkarl Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari í Meistaraflokkur/300 metra riffill liggjandi gatasigti.
1.sæti Íslandsmótið 300 metra riffill liggjandi með gatasigtum. 10. ágúst (Íslandsmeistari).
2.sæti í liðakeppni á Íslandsmótinu 300 metra riffill liggjandi með gatasigtum 10. ágúst.

1. sæti Opið mót hjá Skyttunum á Hellu setti 300 metra riffill liggjandi með gatasigtum (setti Íslandsmet í greininni 572 stig.)
3. sæti innafélgasmót 22 caliber sérflokkur 11. september
2. sæti innanfélagsmót 22 caliber sérflokkur 18. júlí
1. sæti innanfélagsmót 22 caliber sérflokkur 16. maí
1 sæti opið mót 300 metra riffil liggjandi með gatasigtum 27. ágúst

Þjálfari / Kennari í unglingastarfseminni. Öryggisfulltrúi sem hefur gert ýmislegt til að betrumbæta öryggi félagsmanna.

Alltaf til í vinnu þegar hann getur, smíði við batta, uppstillingar og undirbúning fyrir mót. Hann er prófdómari fyrir hreindýrapróftökurnar.

Teddi er alltaf tilbúinn að hjálpa hvort sem það er okkur í stjórninni eða félagsmönnum yfir höfuð. Ómetanlegur kraftur fyrir okkur í Skotdeild Keflavíkur. Hann er einn stofnenda Skotfélags Keflavíkur sem var og hét áður en það sameinaðist íþrótta og ungmennafélagi Keflavíkur. Hann var formaður hjá Deildinni um tíma. Teddi hefur unnið mikið og gott starf fyrir deildina í heild sinni á hvaða sviði sem er eins og kemur fram hér að ofan. Teddi er búinn að vera duglegur að æfa í sumar og hefur uppskorið eftir því.



Íris Ósk Hilmarsdóttir - sundkona Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari í 400 metra fjórsund í 25 metra laug í fullorðinsflokki.
Íslandsmeistari á aldursflokkameistarmóti unglinga í sex greinum, 100 skrið, 400 skrið, 100 og 200 baksund, 200 og 400 fjórsund.
Íslandsmeistari á Unglingameistaramóti Íslands í 5 greinum, 100 og 200 metra skriðsund, 50, 100 og 200 metra baksund.
Bikarmeistari með ÍRB.

Keppti á Norðurlandamóti unglinga í desember 2013 og varð Norðurlandameistari unglinga í 200 metra baksundi.
Varð í 28. sæti á Evrópumóti unglinga í 50 metra laug.
Varð stigahæsta telpan á Aldursflokkameistaramóti Íslands.

Í landsliði Íslands á Norðurlandameistaramót unglinga (NMU) og Evrópumót unglinga (European Youth Champs)



Kristófer Sigurðsson - sundkarl Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari í 200 og 400 metra skristund í 25 metra laug.
Unglingameistari á unglingameistaramóti Íslands í 400 skriðsundi og 400 m fjórsundi.
Bikarmeistari með ÍRB.
Náði lágmörkum á Evrópumeistaramót í 25 metra laug (kaus að fara frekar á Norðurlandameistaramót unglinga í Færeyjum).
Keppti á Norðurlandameistaramóti unglinga í Færeyjum þar sem hann var í 2.sæti í 400 metra skriðsundi og í 3.sæti með boðsundsseit Íslands í 4x200m skriðsundi karla.
Í landsliði Íslands á Norðurlandameistamóti unglinga.



Ástrós Brynjarsdóttir - taekwondokona Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari í -47kg flokkur kvenna í bardaga.
Íslandsmeistari í liðakeppni félaga fullorðna í bardaga
Íslandsmeistari í Einstaklingstækni unglinga svört belti
Íslandsmeistari í Paratækni fullorðna svört belti
Íslandsmeistari í Hópatækni fullorðna svört belti
Íslandsmeistari í Liðakeppni félaga fullorðna í tækni

Átta bikarmeistaratitlar. Einstaklingstækni – 3 x bikarmeistari. Bardagi – 4x bikarmeistari. Heildarárangur – Bikarmeistari liða fullorðins.

Norðurlandameistari í bardaga -47
2. sæti á Norðurlandamóti í tækni unglinga
Evrópumót í bardaga – 5. sæti
Scottish Open 2013 – Einstaklingstækni – Gull
Scottish Open 2013 – Paratækni – Gull
Scottish Open 2013 – Bardagi - Gull
Reykjavik International Games – Bardagi – Gull
Reykjavik International Games – Einstaklingstækni – Silfur
Reykjavik International Games – Paratækni fullorðna– Gull
Reykjavik International Games – Hópatækni fullorðna - Gull
Var valin besti keppandi kvenna fullorðna á Reykjavik International games, Íslandsmótinu í tækni, öllum bikarmótunum (3) og taekwondo kona ársins 2012 hjá ÍSÍ
Landsmót UMFÍ – Gull í tækni fullorðna.
Ástrós aðstoðar við þjálfun hjá Keflavík.
Hún er fastakona í landsliðinu 2013
Ástrós Brynjarsdóttir var valin taekwondo kona Íslands árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi. Á árinu 2013 var hún valin besta keppandinn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik international games sem er alþjóðlegt mót. Ástrós varð Norðurlandameistari á árinu, en hún keppni auk þess á tvennum Evrópumótum og þremur alþjóðlegum mótum. Ástrós er mikið efni og hefur sýnt ótrúlegan vilja og bætingar á árinu. Hún hefur æft með Ólympíukeppendum og heimsklasa þjálfurum,
vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer og sigrað hvert mótið á fætur öðrum. Það er augljóst að hér er á ferðinni ein efnilegasta íþróttakona landsins.

Árangur ársins 2013

Reykjavik International games – Gull í bardaga
Reykjavik International games – Gull í paratækni
Reykjavik International games – Gull í hópatækni
Reykjavik International games – Silfur í einstaklingstækni
Reykjavik International games – Valin besti kvenkeppandi leikanna í taekwondo
Bikarmót 2 – Gull í bardaga
Bikarmót 2 – Gull í einstaklingstækni
Bikarmót 2 – Valin besti keppandi kvenna í tækni
Bikarmót 2 Valin besti keppandi kvenna í samanlögðum árangri
Evrópumót í tækni einstaklings – 9. Sæti
Evrópumót í tækni para – 10. Sæti
Spanish Open í einstaklingstækni – 7. Sæti
Spanish Open í paratækni – 4. Sæti
Íslandsmót í bardaga – Gull í -47 kg flokki
Íslandsmót í bardaga – Sigraði liðakeppnina fullorðna
Bikarmót 3 – Gull í bardaga
Bikarmót 3 - Gull í tækni
Bikarmót 3 – Besti keppandi kvenna í tækni
Bikarmót 3 - Besti keppandi kvenna í samanlögðum árangri
Norðurlandamót – Gull í bardaga
Norðurlandamót - Silfur í tækni
Landsmót UMFÍ – Gull í tækni
Evrópumót í bardaga – 5. sæti af 27 keppendum, tapaði naumlega fyrir stúlkunni sem varð í 2. Sæti
Íslandsmót í tækni – Gull í einstaklingstækni svört belti
Íslandsmót í tækni – Gull í paratækni fullorðna svört belti
Íslandsmót í tækni – Gull í hópatækni fullorðna svört belti
Íslandsmót í tækni – Valin keppandi mótsins hjá konum
Íslandsmót í tækni – vann liðakeppnina
Scottish Open – Gull í bardaga
Scottish Open – Gull í einstaklingstækni
Scottish Open – Gull í paratækni
Bikarmót 1 – Gull í bardaga flokki 1
Bikarmót 1 – Gull í bardaga flokki 2
Bikarmót 1 – Gull í tækni
Bikarmót 1 – Valin kvenkeppandi mótsins

Samtals verðlaun á árinu
Gull – 19
Silfur – 2
Samtals Íslandsmeistaratitlar – 6 (2 af þeim voru liðstitlar)
Samtals bikarmeistarasigrar – 8 (1 af þeim var liðssigur)
Samtals viðurkenningar fyrir besta árangur mótsins - 8
Annað – Var valin nemandi ársins í fullorðinshóp hjá Keflavík
Var valin taekwondo kona Íslands á lokahófi ÍSÍ 2012



Kristmundur Gíslason - taekwondokarl Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari í Bardagi +78 unglinga
Íslandsmeistari í Liðakeppni í bardaga
Íslandsmeistari í Liðakeppni í tækni

Bikarmeistari í Bardaga -87 kg flokki, tvenn gullverðlaun.

Brons á Millenium Open 2013 í Serbíu
Tók þátt í undir 21. árs Evrópumótinu í Moldavíu
Gullverðlaun á Scottish Open 2013 í bardaga
Bronsverðlaun á Scottish Open 2013 í einstaklingstækni
Silfurverðlaun á Scottish Open 2013 í hópatækni
Silfurverðlaun á Reykjavik International Games í bardaga

Fastamaður landsliðsins 2013

Kristmundur var valinn taekwondo maður Íslands af ÍSÍ fyrir árið 2012. Hann er einn virkasti og efnilegasta keppandi þjóðarinnar. Hann hefur tekið þátt í stórmótum eins og EM og HM með góðum árangri. Kristmundur sigraði stórt alþjóðlegt mót á fyrsta árinu sínu í fullorðinsflokki, en Kristmundur er nýorðinn 18 ára gamall. Þrátt fyrir það þá hefur hann lengi keppt við fullorðna með góðum árangri.

Kristmundur þjálfar einnig hjá Keflavík og Grindavík þar sem hann miðlar reynslu sinni til yngri kynslóða. Kristmundur hefur tekið stakkaskiptum sem íþróttamaður á síðustu misserum, en hann hefur helgað sig líferni íþróttamannsins og uppsker eftir því. Hann hefur bætt styrk, hraða, úthald og líkamsástand svo um munar og finna andstæðingar hans undandtekninglaust fyrir því í hvert sinn sem hann stígur á keppnisgólfið.

Árangur á árinu

Bikarmót 2 – Gull í bardaga
Bikarmót 1 – Gull í bardaga
Íslandsmót í bardaga – gull í +78kg flokki
Íslandsmót í bardaga – sigraði liðakeppnina
Íslandsmót í tækni – sigraði liðakeppnina
Millenium Open – Brons í -87kg
EM -21 – Tók þátt
Scottish Open – Gull í bardaga
Scottish Open – Brons í einstaklingstækni
Scottish Open – Silfur í hópatækni



Brynjar Harðarson - blakkarl Keflavíkur 2013

Brynjar er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur auðveldlega leikið allar stöður á vellinum, jafnt sókn og vörn. Hann leikur stöður uppspilara sem og kant- og miðju smassara. Brynjar er fyrirliði liðsins, liðstjóri og þjálfari samhliða því sem hann leikur stórt hlutverk sem leikmaður.



Lilja Björk Ólafsdóttir - fimleikakona Keflavíkur 2013

Íslandsmeistari 2. þrep – 14 ára og eldri - tvíslá
Íslandsmeistari 2. þrep – 14 ára og eldri - gólf
Íslandsmeistari 2. þrep – 14 ára og eldri - fjölþraut

Lilja Björk vann til fjöldamargra verðlauna á árinu, á öllum mótunum sem hún keppti á.
Lilja Björk var Innanfélagsmeistari Fimleikadeildar Keflavíkur.
Landsliðsþátttaka á árinu Lilja Björk komst í unglingalandslið Íslands og keppti á Norðurlandameistaramóti unglinga í maí. Þar stóð hún sig með mikilli prýði, íslenska liðið var í 4. sæti.
Lilja Björk er einstök íþróttakona sem leggur sig alltaf 150% fram, ekki bara í keppni, heldur á öllum æfingum. Einnig er hún góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur deildarinnar.