Þrír Íslandsmeistaratitlar til Sleipnis
Sterkasta jiu jitsu mót til þessa.
Íslandsmótið í Brazilian jiu jitsu fór fram um helgina. Mótið var það sterkasta til þessa þar sem fimm félög öttu kappi í ýmsum þyndar- og aldursflokkum. Flestir voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og var árangurinn mjög góður þrátt fyrir að nokkrir lykilmenn hafi verið erlendis að keppa í Taekwondo.
Þrír Íslandsmeistaratitlar bættust í verðlaunaskápinn hjá Sleipni. Gunnar Örn Guðmundsson, Hafþór Árni Hermannsson og Jón Axel Jónasson sigruðu í sínum aldurs- og þyngdarflokkum. Stefán Elías Davíðsson, Catarina Cahinho, Marín Veiga, Guðumundur Agnar og Bjarni Darri Sigfússon urðu önnur í sínum flokki.
Þess má geta að Kristján, sá sem sigraði Bjarna Darra, sigraði einnig Opna flokkinn nokkuð örugglega. Daníel Dagur Árnason, Izabela Luiza Dienziak, Andri Freyr Baldvinsson og Halldór Logi Sigurðsson urðu í þriðja sæti í sínum flokki eftir mjög harðar rimmur og í sterkum flokkum. Halldór varð þriðji þrátt fyrir að allir hafi verið jafnir eftir riðilinn því röðun í verðlaunasæti fór eftir stigafjölda.
Um næstu helgi fer fríður hópur á Sveitakeppni JSI og annar á Meistarmót Glímusambands Íslands.