Íþróttir

Tíu frá Keflavík í landsliðið
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 15:31

Tíu frá Keflavík í landsliðið

Taekwondo samband Íslands hélt um helgina úrtöku fyrir landsliðið í bardaga.
 
Alls mættu tíu bardagamenn frá Taekwondodeild Keflavíkur í úrtakið og komust allir í lið. Þar af komust fjórir í A-landsliðið og Helgi Rafn Guðmundsson yfirþjálfari Keflvíkinga var skipaður fyrirliði.
 
Tveir aldurshópar æfa með landsliðinu, undir og yfir 15 ára aldri.
 
Samtals vorum tæplega 50 sem fóru í úrtökurnar frá flestum félögum landsins, en 32 komust síðan í A eða B landsliðið.
 
Þeir sem komust í liðið frá Keflavík eru eftirfarandi:
 
Helgi Rafn Guðmundsson
Aron Yngvi Nielsen
Arnór Freyr Grétarsson
Jón Steinar Brynjarsson
Brian Johannessen
Rut Sigurðardóttir
Kristmundur Gíslason
Hrefna Jónsdóttir
Guðmundur Jón Pálmason
Ævar Þór Gunnlaugsson
 
SSS
SSS