Toppliðið hélt takti
Keflvíkingar sigruðu Þórsara
Keflvíkingar héldu sér á toppnum með því að sigra Þórsara á heimavelli sínum 91:83, þegar liðin mættust í fyrstu umferð nýja ársins í Domino's deild karla í körfubolta. Þórsrar fóru vel af stað en Keflvíkingar tóku fljótlega völdin og leiddu með fimm stigum í hálfleik. Þeir bættu svo í þegar leið á þriðja leikhluta og náðu þægilegri forystu sem þeir héldu til leiksloka. Þeir Earl Brown og Valur Orri drógu vagninn hjá heimamönnum, Brown setti 34 stig og Valur 25.
Keflavík-Þór Þ. 91-83 (16-17, 21-15, 28-21, 26-30)
Keflavík: Earl Brown Jr. 34/11 fráköst/3 varin skot, Valur Orri Valsson 25/6 fráköst, Magnús Már Traustason 12, Reggie Dupree 10/6 fráköst, Ágúst Orrason 5, Andrés Kristleifsson 3, Guðmundur Jónsson 2/3 varin skot, Ragnar Gerald Albertsson 0, Arnór Sveinsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Andri Daníelsson 0.