Tvöfaldur sigur hjá Keflavík

Sonia Ortega fór mikinn í liði Keflavíkurstúlkna í dag en hún skoraði 12 stig og spilaði frábæra vörn allan leikinn. Erla Þorsteinsdóttir var einnig gríðarlega sterk en hún skoraði 21 stig. Helga Þorvaldsdóttir var best í liði KR með 20 stig.
Karlaleikurinn var mjög skemmtilegur enda var leikurinn mjög hraður og spennandi. Grindvíkingar byrjuðu betur en Keflvíkingar leifðu þeim þó aldrei að komast langt undan. Leikurinn jafnaðist út og var spennandi síðustu mínútur fyrri hálfleiks þar sem Guðjón Skúlason skoraði þrist þegar flautan gall og kom heimamönnum í þriggjastiga forskot. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega og svo virtist sem úrslitin myndu ráðast á síðustu sekúntu. Svo var þó ekki því í fjórða og síðasta leikhluta settu Keflvíkingar í fimmta gírinn og sigu fram úr og sigruðu að lokum örugglega 102:86.
Hjá körlunum var Damon Johnson hreint út sagt frábær en skoraði 36 stig í leiknum. Sverrir Þór Sverrirsson var einnig góður og skoraði 21 stig ásamt því að berjast mikið. Jón N. Hafsteinsson var einnig góður þó svo hann hafi ekki skorað mikið hirti hann fjöldan allan af fráköstum og stal fullt af boltum, haltrandi á annari löppinni allan leikinn.
Tyson Petterson var bestur í liði gestanna með 30 stig og Guðlaugur Eyjólfsso skoraði 18.