Íþróttir

Víðir í úrslit
Föstudagur 5. ágúst 2005 kl. 13:01

Víðir í úrslit

Víðir tryggði sér sæti í  úrslitakeppni A-riðils 3. deildar karla í knattspyrnu í gær þegar þeir sigruðu Gróttu í hörkuleik á Garðsvelli, 2-0.
Staðan í hálfleik var 0-0 en fyrsta mark leiksins gerði Benóný Benónýsson á 80. mín. Hann var að spila sinn fyrsta leik með Víði, en hann lék áður með Njarðvík. Seinna markið gerði Eysteinn Guðvarðsson á 85. mín.

Næsti leikur Víðis er gegn GG í Grindavík, þriðjudaginn 9. ágúst, kl. 19:00

 

VF-mynd/ Víðir í leik gegn KV