William Graves á leið til Ísrael
William Graves leikmaður karlaliðs Keflavíkur í Domino's deildinni í körfubolta, er að öllum líkindum á leið til ísraelska liðsins Maccabi Haifa. Ísraelska liðið hyggst kaupa upp samning kappans, en Keflvíkingar hafa þegar samþykkt boð liðsins. Ef allt gengur upp þá hefur Graves þegar leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga. Willam Graves hefur leikið mjög vel með Keflvíkingum í vetur, skorað tæp 23 stig og tekið 8 fráköst í leik.
Keflvíkingar eru þegar byrjaðir að leita að eftirmanni Graves og eru að sögn komnir með myndarlegan lista af leikmönnum, sem þeir Tómas Tómasson og Sigurður Ingimundarson hafa sett saman.
Sævar Sævarsson varaformaður kkd. Keflavíkur sagði í samtali við VF að mikil eftirsjá sé að Graves en að hans mati hafi ekki komið margir leikmenn í hans gæðaflokki hingað til lands.