Íþróttir

Zlatko farinn
Föstudagur 16. desember 2005 kl. 11:26

Zlatko farinn

Makedóníumaðurinn Zlatko Gocevski, sem hefur leikið með Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik í vetur, hefur verið leystur undan samningi eftir að hafa valdið vonbrigðum með frammistöðu sinni.

Gocevski hefur alls ekki náð sér á strik og skoraði einungis um 7 stig og tók jafn mörg fráköst að meðaltali í leik.

Keflvíkingar verða ekki í Evrópukeppni eftir hátíðirnar og geta því einbeitt sér að deild og bikar hér heima og munu sennilega gera það með nýjan avrópskan leikmann innan sinna raða.