Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Mannlíf

34 konur í 6 vikur að klára verkið
Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs.
Laugardagur 26. apríl 2014 kl. 09:00

34 konur í 6 vikur að klára verkið

Mikil saga að baki nýjum umbúðum hjá Kaffitári.

„Okkur langaði að koma skilaboðum þessa merka hóps á framfæri. Við erum búin að vera að hugsa um umbúðir í þrjú ár og þetta var pínu flókið því umbúðirnar eru í raun miklu meira vörumerki en vörumerkið sjálft,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs. Nýjar umbúðir frá fyrirtækinu líta dagsins ljós í vikunni í verslunum og samhliða því verður óvenjuleg auglýsingaherferð.



Hver mynd með mikla þýðingu

Hópur sem heitir Söguhringur kvenna var upphaflega stofnaður til þess að tengja konur af erlendum uppruna við íslenskar konur. Þær hittast á Borgarbókasafninu í Reykjavík einu sinni í mánuði og gera ýmislegt skapandi saman og styrkja hver aðra. „Ein í hópnum er myndlistarkennari og hún hafði stungið upp á því að gera kort af Reykjavíkurborg sem þær gáfu borginni. Þegar þau hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu sáu það verk lögðu þau til að þessi hópur færi í samstarf við okkur hjá Kaffitári,“ segir Aðalheiður. Ákveðið var að gera Íslandskort og hver og ein kona teiknaði mynd sem hafði einhverja þýðingu fyrir hana sjálfa. Svo segja konurnar hvers vegna þær völdu að teikna hverja mynd og textana verður hægt að lesa með hverri mynd á sýningu sem sett verður upp í öllum kaffihúsum Kaffitárs. Einnig verða gerð póstkort með sömu myndum með sögu verkanna á bakhliðinni á íslensku og móðurmáli hverrar konu.

Viðreisn
Viðreisn


Aðferðin frá frumbyggjum Ástralíu

Myndin af Íslandi er máluð með svokallaðri punktaaðferð sem er upprunin frá frumbyggjum Ástralíu. 34 konur og voru sex vikur að mála verkið í fyrrasumar. Þær hittumst um helgar og svo einhver kvöld. Þetta er mjög seinlegt því fyrst þurfti fyrst að mála mynd af Íslandskortinu, mála svo hverja mynd fyrir sig og máta hana með heildinni. Þetta er algjörlega þeirra verk,“ segir Aðalheiður og bætir við að tengingin við Ísland sé svo frábær því konurnar séu allar fæddar erlendis en búi núna á Íslandi. Flestar séu frá Evrópu en einnig frá Ameríku og Rússlandi. „Eitt af gildum Kaffitárs er fjölmenning og hún endurspeglast svo vel í þessu. Þessi vinna hefur verið okkur mikil vakning um það hversu gott við höfum það og hversu gagnrýnin við getum verið á land og þjóð.“



Samfélagsleg ábyrgð mikilvæg

Haldin var athöfn í Þjóðminjasafninu í nóvember þar sem Vígdís Finnbogadóttir, verndari hópsins, afhjúpaði verkið. Konurnar voru þar viðstaddar og hafa fylgst spenntar með ferlinu síðan. Svo var tekin mynd af verkinu sem notuð var á umbúðirnar. Einnig var gerð sjónvarpsauglýsing sem þær leika sjálfar í. „Ég held að samfélagsleg ábyrgð fyritækja skipti okkur neytendur æ meira máli. Þess vegna ákváðum við að segja sögu kvennanna,“ segir Aðalheiður að lokum.

Nýju umbúðirnar.

VF texti og myndir/Olga Björt