Á leið í próf!
Þessir kátu krakkar í 4. bekk í Grunnskóla Grindavíkur voru á leið í samræmt próf í íslensku í morgun. Á morgun föstudag er það svo stærðfræðin hjá þeim. Samræmd próf í grunnskólum landsins eru lögð fyrir í 4., 7. og 10. bekk. Þeim er ætlað að vera samræmt mælitæki á landsvísu. Skiptar skoðanir verða ávallt um gildi þeirra og gagn en líta má á þau sem eitt af þeim verkfærum sem við getum haft við höndina þegar meta skal námsárangur, segir á heimasíðu Grunnskóla Grindavíkur.