Á þjóðlegum nótum

Leikskólabörn á Akri og Holti ásamt nemendum Akurskóla luku þemadögum á viðeigandi hátt í gær, Bóndadag, þegar þau héldu þorrablót á Akri. Börnin unnu alla vikuna í hópum þar sem elstu börn leikskólanna unnu með yngsta aldurshóp Akurskóla. Ýmislegt skemmtilegt var gert á þjóðlegum nótum, m.a. var farið í Stekkjarkot og byggðasafnið í Innri-Njarðvík, grunnhugmynd íslenskrar glímu var kynnt, rúgbrauð bakað og sviðasulta búin til ásamt smjöri.
Lokapunktur þessa þema var á leikskólanum Akri þar sem allir hittust og gæddu sér á heimatilbúnum þorramatnum.
Svipmyndir frá þorrablótinu má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta.
VFmynd/elg