Mannlíf

Afhentu BUGL 640 þúsund krónur
Stelpurnar stoltar með ávísunina.
Fimmtudagur 23. maí 2013 kl. 17:26

Afhentu BUGL 640 þúsund krónur

Thelma Rún, Azra og Guðbjörg Ósk láta gott af sér leiða

Þær Thelma Rún Matthíasdóttir, Azra Crnac og Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir, 15 ára nemendur í Heiðarskóla í Reykjanesbæ stóðu fyrir fyrir styrktartónleikum fyrir BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) í Stapanum í byrjun maí. Þar komu margir listamenn fram og lögðu málefninu lið. Nú er endanleg upphæð söfnuninnar orðin ljós en stúlkurnar söfnuðu samtals 640 þúsund krónum. Þær afhentu BUGL upphæðina í dag en ljóst er að peningarnir munu koma að góðum notum.