Mannlíf

Mánudagur 16. júlí 2001 kl. 10:48

Afmæli í Bláa lóninu

Tveggja ára afmæli nýja baðstaðarins við Bláa lónið, var haldið hátíðlega um síðustu helgi. Lónið var vel sótt og starfsfólk var ánægt með hvernig til tókst.
Kynntar voru húðverndarvörur brá Bláa lónið heilsuvörur, boðið var upp á endurnærandi
axla- og herðanudd, Gleðisveit Gests Pálmasonar flutti gestum lónsins ljúfa tóna og veitingarstaðurinn við Bláa Lónið bauð upp á ljúffengan matseðil alla afmælishelgina.