Afrískt slagverk í Kirkjulundi á morgun

SAGAN Á BAKVIÐ TANHATU MARIMBA
Í janúar 1998 barst Menningarskólanum í Freðrikstað í Noregi tilboð frá NORAD/
Rikskonsetene um að flytja lifandi tónlist frá Zimbabwe og kynna verkefnið á
alþjóðlegri ráðstefnu tónlistarkennara sem halda átti í Suður Afríku í júlí
sama ár og átti fjöldi barna að vera 6 frá hvorri þjóð. Í Noregi voru valdar
þessar 6 stúlkur sem mynda hljómsveitina Tanhatu Marimba. Þær æfðu saman
tónlist í Noregi og heimsóttu síðan Zimbabwe fyrir áður nefnda ráðstefnu og
æfðu með börnunum í Zimbabwe.
Stúlkurnar 6, sem eru meðlimir í Tanhatu Marimba, hafa fengið ómetanlega
reynslu og hafa þær starfað áfram sem hljómsveit og sækja tónlistarmenntun
sína til Menningarskólans í Freðrikstað. Þær hafa staðið fyrir fjölda
tónleika, og næsta verkefni þeirra eftir Íslandsferðina eru tónleikar í Oslo
konserthus n.k. þriðjudag.