Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 09:44
Aftan Festival á Paddy´s

Í kvöld verður Aftan Festival á Paddy´s við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Húsið verður opnað kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Festivalið verður í rólegri kantinum í kvöld og því tilvalið að mæta og hlusta á nokkra ljúfa tóna.
Fram koma:
1. Svavar Knútur: sigurvegari í trúbadorakeppni Rásar 2. Þekktur fyrir skemmtilegan og einlægan flutning.
2. Skúli
3. Hlynur Ben: gítarleikarinn hressi úr gleðisveit Ingólfs.