HS Orka
HS Orka

Mannlíf

Áhugaverð andlit bæjarins
Föstudagur 4. september 2015 kl. 12:55

Áhugaverð andlit bæjarins

Gestir við opnun listsýninga í sýningarsölum Duus Safnahúss hrifust mjög af ljósmyndasýningunni Andlit bæjarins. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Ljósops sem er félag áhugaljósmyndara í Reykjanesbæ.

Björgvin Guðmundsson hefur myndað um 500 íbúa Reykjanesbæjar og eru yfir 300 andlit á sýningunni í Listasal Reykjanesbæjar.

Gestir sýningarinnar gáfu sér góðan tíma framan við myndirnar og gáfu þeim góða umsögn.

Meðfylgjandi myndir eru frá opnun sýningarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi