Mannlíf

Andamamma í stökustu vandræðum
Föstudagur 27. júní 2003 kl. 14:48

Andamamma í stökustu vandræðum

Æðakolla með fjóra unga lenti í miklum vandræðum og ungarnir hennar í lífsháska þar sem þeir komust ekki yfir kantsteininn á Njarðarbraut. Um tíma var einn unginn fastur á veginum og komst ekki yfir kantsteininn til baka og fylgdist andamanna vel með að bílarnir keyrðu ekki yfir hann. Unginn komst að lokum yfir og hefur andamanna verið mikið fegin því unginn var svo sannarlega í miklum háska. Andamamma trítlaði svo áfram inn að Fitjum með ungana sína fjóra í halarófu og hafa þau sjálfsagt komist heilu og höldnu niður að andabyggðinni við Fitjar.

VF-ljósmynd: Andamamma með ungana sína fjóra í dag.