Mánudagur 15. maí 2006 kl. 11:03
Bagga í Bling Bling

Þessa dagana stendur yfir í Bling Bling á Hafnargötu myndlistarsýning Sigurbjargar Gunnarsdóttur, eða Böggu eins og hún er kölluð. Bagga blandar á áhugaverðan hátt saman fígúratífu og abstrakt en allar myndirnar á sýningunni eru málaðar með akrýl á striga. Flestar myndir Böggu einkennast af einskærri litagleði en einnig eru á sýningunni forvitnilegar myndir sem hún málar eingöngu með svörtu og hvítu þar sem blæbrigði grátónanna gefa myndunum skemmtilegt yfirbragð.
Sýning Böggu stendur yfir til 30. maí.
VF-mynd: Ellert Grétarsson