Bagga sýnir á Karma
Myndlistakonan Bagga opnar sýningu á veitingarstaðnum Karma í Grófinni næstkomandi föstudag. Þar sýnir hún m.a. nýjustu verk sín sem eru unnin með akrýl á striga.
Bagga er orðin þekkt fyrir litríkar myndir sínar þar sem meðal annars má oft finna fólk í felum. Bagga hefur frá árinu 2000 haldið 22 einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Formleg opnun verður föstudaginn 2. mars frá klukkan 16 til 18. Sýningin mun standa yfir til 4. apríl næstkomandi. Karma er opið alla virka daga kl. 11-19:30. Allir hjartanlega velkomnir.
Hægt er skoða myndir Böggu á www.bagga.is