Mannlíf

Bílskúr leyndist í húsbílnum
Þriðjudagur 21. ágúst 2012 kl. 09:01

Bílskúr leyndist í húsbílnum

Flottasti húsbíll sem komið hefur inn á tjaldsvæðið í Grindavík var þar á ferð um helgina.
 
Flottasti húsbíll sem komið hefur inn á tjaldsvæðið í Grindavík var þar á ferð um helgina. Þessi Man vörubíll sem búið er að breyta í húsbíl var fagurlega skreyttur á báðum hliðum og með lítinn bílskúr þar sem lítill 2ja sæta BMW bíll var svo dreginn fram í sunnudagsbíltúrinn!

Þessi ótrúlegi húsbíll var merktur Maria Dolore frá Ítalíu og  vakti mikla athygli enda hefur annað eins ferlíki ekki sést á tjaldsvæðinu hér og þótt víðar væri leitað.

Grindavík.is greinir frá.