Blöðrum sleppt í tólfta sinn
Ljósanæturhátíðin hefst við Myllubakkaskóla.
Setning 15. Ljósanæturhátíðar hefst í dag við Myllubakkaskóla klukkan 10:30. Um 2000 grunnskólabörn ásamt öllum leikskólanemendum í Reykjanesbæ raða sér upp fyrir framan aðalinngang skólans. Þetta er í 12. sinn sem sú venja er höfð að börnin komi fylktu liði íklædd skólalitunum með blöðru í hönd hvert úr sinni áttinni og sameinast fyrir framan elsta skólann í bænum, sleppa blöðrum og syngja Ljósanæturlagið eftir Ásmund Valgeirsson.