Mannlíf

Brúðuleiksýning sunnudagaskólans í Grindavík vel sótt
Miðvikudagur 2. maí 2012 kl. 11:52

Brúðuleiksýning sunnudagaskólans í Grindavík vel sótt

Það er orðinn árlegur viðburður að sunnudagaskóla Grindavíkurkirkju vor hvert lýkur með brúðuleiksýningu á 1. maí í kirkjunni. Að þessu sinni varð það sýningin Selurinn Snorri og var Grindavíkurkirkja þétt setin af ánægðum börnum og forráðamönnum þeirra sem nutu sýningarinnar.

Verkalýðsfélag Grindavíkur styrkti sunnudagaskólann til að geta boðið upp á sýninguna og vel til fundið á baráttudegi verkalýðsins.

grindavik.is