Dansað í Andrews
Styrktarsýning Team DansKompaní fyrir heimsmeistaramótið í dansi
Keppnislið Team DansKompaní hélt styrktarsýningu 15. júní síðastliðinn í Andrews Theatre fyrir ferð sína á heimsmeistaramótið í dansi. Alls keppa 24 atriði frá DansKompaní á mótinu og eru dansarar liðsins á aldrinum sex til tuttugu og þriggja ára. Hópurinn hefur lagt mikinn tíma og vinnu í stífar æfingar fyrir mótið og var afraksturinn sýndur á styrktarsýningunni við góðar undirtektir viðstaddra.



Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók myndir á sýningunni eins og sést í myndasafni neðst á síðunni.