Einstök upplifun

Tónleikarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir og létu tónleikagestir hrifningu sína óspart í ljós. Listamönnunum tókst svo sannarlega að snerta strengi í brjóstum allra viðstaddra með einlægum flutningi og fallegri tónlist.
Geisladiskurinn inniheldur ljúf lög úr öllum áttum, m.a. nokkur frumsamin verk eftir unga tónskáldið Hreiðar Inga Þorsteinsson. Tilvalinn til hlustunar á notalegum vetrarkvöldum.