Mánudagur 21. janúar 2008 kl. 10:56
Elementin dansa í Duus

Listasafn Reykjanesbæjar opnaði á laugardaginn sýningu á nýjum olíumálverkum Daða Guðbjörnssonar og ber sýningin heitið Dans elementanna. Daði hefur um árabil verið í hópi þekktustu myndlistarmanna landsins og haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis og skapað sér ákveðna sérstöðu með stíl sínum.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er í Duushúsum. Þar er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Sýningin Dans elemetanna stendur til 9. mars.
Svipmyndir frá opnunarhelginni er að finna í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
VF-mynd: elg