Mannlíf

Fangaði athyglina á Andrési utangátta
Mánudagur 5. desember 2011 kl. 10:05

Fangaði athyglina á Andrési utangátta

Um helgina fór fram jólaskemmtunin Andrés utangátta en skemmtunin var fyrir börn á Suðurnesjum og var haldin í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú. Það var Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, sem skipulagði skemmtunina og fékk til liðs við sig fjölda fyrirtækja sem gerðu það kleift að halda skemmtunina. Afraksturinn var 600.000 krónur sem voru afhentar Velferðarsjóði Suðurnesja.


Á meðfylgjandi mynd má sjá Hjálmar Árnason frá Keili afhenda Skúla Ólafssyni frá Velferðarsjóði Suðurnesja fjármunina úr söfnuninni. Á milli þeirra stendur Gunnhildur Vilbergsdóttir frá Keili. Það var hins vegar barnabarn Hjálmars sem náði að stela augnablikinu í þessari myndatöku, eins og sjá má.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson