Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 13:20
Fimm listamenn sýna í Gallerí Innrömmun

Í galleríi Innrömmunar Suðurnesja hefur verið opnuð samsýning fimm listamanna sem sýna olíumálverk sem unnin voru á námskeiði undir handleiðslu Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar, myndlistarmanns. Verkin eru hvorutveggja abstrakt og fígúratíf og er skemmtilegt að sjá mismunandi túlkun og útfærslu listamannanna á sama viðfangsefninu. Listamennirnir fimm eru Agnes Agnarsdóttir, Bergþóra Káradóttir, Guðmundur Maríasson, Halla Harðardóttir og Sigrún Hansdóttir.
Mynd: Listamannahópurinn við opnun sýningarinnar um síðustu helgi.