Forsetinn splæsti í fimmur
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í Blue-höllina til að fylgjast með viðureign Keflavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar kvenna sem fór fram í Blue-höllinni í gær. Keflavík vann leikinn og er staðan orðin 2:1 Val í vil í viðureigninni. Víkurfréttir fjalla um leikinn á íþróttasíðum vf.is.
Eftir leik gaf forsetinn unga fólkinu góðan tíma til að spjalla við sig og smellti í „high five“ við flestalla krakkana. Guðni virtist ekki síður hafa gaman af unga fókinu sem var upprifið af því að fá tækifæri til að ræða við forseta Íslands.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, smellti af nokkrum myndum í leik Keflavíkur og Vals og af gæðastund forsetans og ungviði Reykjanesbæjar að leik loknum.