FS fékk veglega gjöf

Jón Rúnar fæddist í Neskaupstað 19. mars 1951 og ólst þar upp. Eftir grunnskóla lærði hann vélvirkun í Dráttarbrautinni í Neskaupstað og lauk svo vélstjórnanámi frá Vélskóla Íslands 1975. Jón Rúnar var um árabil vélstjóri á fiskiskipum og lengst af yfirvélstjóri á Hauki GK frá Sandgerði. Síðustu árin starfaði hann sem vélstjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
Jón Rúnar tók vikan þátt í margvíslegum félagsstörfum og var um margra ára skeið formaður Vélstjórafélags Suðurnesja og við samruna félagsins við Vélstjórafélag Íslands, stjórnarmaður þar. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Austfirðingafélagsins á Suðurnesjum og tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi.

Mynd 1: Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, afhendir Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólameistara og Ívari Valbergssyni sviðsstjóra tæknisviðs FS gjöfina.
Mynd 2: Ívar Valbergsson, sviðsstjóri tæknisviðs, útskýrir notkunarmöguleika forritsins.