Fyrstu bloggarar Heklunnar
Kynna Reykjanes í máli og/eða myndum.
Fyrr í sumar auglýsti Heklan eftir bloggurum í sumar sem hafa áhuga á því að kynna Reykjanes og það sem Suðurnesjamenn eru að gera í samfélagsmiðlum. Um gæti verið að ræða eitthvað á sviði íþrótta, jarðfræði, útivistar, menningar, viðburða, viðtöl, spjall og margt fleira – allt eftir áhugasviði hvers og eins.
Nokkrir hafa tekið við sér og eru farnir að blogga eða setja inn myndir af Reykjanesi. Meðal þeirra eru ein sem kynnir sig sem Suðurnesjadóttir, önnur sem kemur fram undir nafni sem Bryndís Gunnlaugsdóttir og einnig Guðmundur í Garðinum.
Miðlarnir sem hægt er nota eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, youtube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri.
Heklan hvetur enn fólk til að taka þátt eða benda fólki á það sem gæti verið góðir fulltrúar í að vekja athygli á svæðinu. Viðkomandi er bent á að senda inn umsókn á [email protected]. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um viðkomandi, áhugasvið og skrifaður texti (300 orð lágmark) ásamt ljósmynd eftir höfund og slóð í samfélagsmiðlil ef við á.
Bryndís Gunnlaugs skoðaði Rokksafnið og tók myndir þar inni.
Guðmundur í Garðinum er með verulega fallega forsíðumynd sem sýnir sólarlag í heimabæ hans.