Laugardagur 19. júní 1999 kl. 12:39
GARÐASEL 25 ÁRA

Leikskólinn Garðasel varð 25 ára um mánaðarmótin maí-júní sl. Afmælisveislan var haldin fimmtudaginn 27. maí og var börnum, starfsmönnum og gestum boðið að bragða á afmælistertu og fleiri kræsingum. Leikskólahúsið var gefið til Keflavíkur vegna eldgossins á Heimaey 1973 og voru hýsti 40 börn fyrsta starfsárið en fyrsti leikskólastjórinn var María Valdimarsdóttir. Byggt var við leikskólann 1981 og í dag eru starfræktar 4 deildir á Garðaseli og bera þær nöfnin Blóma-, Bangsa-, Hvolpa- og Kisudeild en Blóma- og Bangsadeildirnar eru heilsdagsdeildir sem verður aldurskipt á þessu ári.