Mannlíf

Gefnarkonur gefa gjafir
Miðvikudagur 5. desember 2007 kl. 15:37

Gefnarkonur gefa gjafir

Kvenfélagskonur úr Garði komu færandi hendi að Heiðarholti, skammtímavistun fatlaðra í Garði, og færðu þeim veglega gjöf í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Gjöfin var Playstation 3 leikjatölva ásamt tveimur leikjum. Sigríður Jónsdóttir, forstöðumaður, sagði hana koma að góðum notum því oft hafi getað verið erfitt fyrir börnin að þurfa að bíða þess að komast að í leik á gömlu tölvunni.

Gefnarkonur gáfu einnig Þroskahjálp á Suðurnesjum videóupptökuvél í tilefni 30 ára afmælis félagsins í október s.l.

Af vefsíðu Garðs